1,261 research outputs found

    Offitumeðferð á Reykjalundi

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ Íslandi líkt og á flestum vesturlöndum er offita hratt vaxandi heilbrigðisvandamál. Fari sem horfir verður offita stærsta heilbrigðisvandamál þessara landa á fyrri hluta 21. aldar. Hér á landi má ætla að offita (líkamsþyngdarstuðull, LÞS>30) meðal fullorðinna hafi tvöfaldast á síðustu 20–25 árum og sé nú orðin nálægt 20%. Virðist sem ekki sé lát á þeirri aukningu. Þessu til viðbótar má ætla að önnur 35% séu yfir æskilegri þyngd (LÞS 25–30). Þróunin meðal barna og unglinga er enn alvarlegri. Rannsóknir á 9 ára börnum sýna að á 50 árum hefur ofþyngd meðal stúlkna þrefaldast og meðal drengja nær tífaldast. Offita hefur á 25 árum fimmfaldast hjá stúlkum og þrefaldast hjá drengjum. Þannig voru 5,5% 9 ára barna í Reykjavík haustið 2002 með offitu

    The effect of pregnancy on the survival of women diagnosed with breast cancer

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To answer the question whether the prognosis of women with breast cancer is affected by pregnancy after diagnosis. Material and methods: We used information from the Icelandic Cancer Registry, the Birth Registry and the Genetic Committee. We identified all women who were diagnosed with breast cancer in the years 1927-1992 and who later became pregnant. Controls were women without a history of childbirth after diagnosis of breast cancer. They were matched on tumour size, axillary lymph node status and years of birth and diagnosis, with four year deviation. Results: In the years 1927-1992, 838 women at ages below 50 were diagnosed with breast cancer in Iceland. Of those, 29 gave birth to a child after the diagnosis. Fourteen cases and 33 matched controls fulfilled the inclusion criteria of the study. Survival was better in the group of women who became pregnant after diagnosis, but the difference was not statistically significant (P=0.06). Discussion: Our results do not indicate that the prognosis of women who become pregnant after the diagnosis of breast cancer is worse than of those who do not become pregnant. The group was too small to make definite conclusions. However, the results are in concordance with results from other studies.Tilgangur: Að leita svara við þeirri spurningu hvort horfur kvenna með brjóstakrabbamein versni við að eignast börn eftir greiningu. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru upplýsingar frá Krabbameinsskrá, Fæðingaskráningu og Erfðafræðinefnd. Í rannsóknarhópnum voru konur sem greindust yngri en 50 ára með brjóstakrabbamein á árunum 1927-1992 og eignuðust síðar börn. Fundin voru viðmið sem einnig höfðu greinst með brjóstakrabbamein en höfðu ekki eignast börn eftir greiningu. Þessi viðmið voru sambærileg við sjúklingana varðandi stærð æxlis og eitlaíferð auk greiningar- og fæðingarára með fjögurra ára fráviki. Niðurstöður: Á árunum 1927-1992 greindust 838 konur yngri en 50 ára með brjóstakrabbamein, þar af eignuðust 29 konur börn í kjölfarið. Fjórtán þessara kvenna uppfylltu aðgangsskilyrði rannsóknarinnar. Fyrir þær fundust 33 viðmið. Lífshorfur reyndust vera betri í hópi þeirra kvenna sem áttu börn eftir greiningu brjóstakrabbameinsins, en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur (P=0,06). Umræður: Niðurstöður okkar gefa ekki til kynna að barnsfæðing í kjölfar greiningar brjóstakrabbameins hafi slæm áhrif á horfur. Hópurinn er of lítill til þess að draga megi almennar ályktanir á grundvelli hans, en niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir

    Payment mechanisms for winter road maintenance services

    Get PDF
    In countries with severe winters a major part of the annual budget for road maintenance is allocated on performance of winter road maintenance tasks. Finding appropriate remuneration forms to compensate entrepreneurs for performed road measures during winter is not an easy task in order to minimise or eliminate disputes and satisfy both client organisations and contractors. On the other hand improper reimbursement models lead either to the client’s annual budget imbalance due to unnecessary cost overruns or affect contractor’s cash-flow. Such cases in turn affect just-in-time winter road maintenance and then traffic safety. To solve such problems, a number of countries in cold regions like Sweden have developed different remuneration models based more on weather data called Weather Index. Therefore the objective of this paper is to investigate and evaluate the payment models applied in Sweden. The study uses a number of approaches namely; domestic questionnaire survey, analysis of a number of contract documents, a series of meetings with the project managers and an international benchmarking. The study recognised four remuneration models for winter maintenance service of which one based on weather data statistics. The study reveals the payment model based on weather data statistics is only applied for the roads with higher traffic flow and the model generates most uncertainty

    Kingella kingae ostemyelitis and septic arthritis in paediatric patients. Six cases from the Department of Pediatrics, National University Hospital of Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenKingella kingae (K. kingae) is a gram negative rod most often associated with septic arthritis and osteomyelitis in children. Infections caused by K. kingae had not been reported in Iceland when six cases were diagnosed at the Pediatric Department at the National University Hospital of Iceland. In this report we describe those cases and review the literature.Bakterían Kingella kingae (K. kingae) er gram neikvæður stafur sem getur valdið liða- og beinasýkingum í börnum. Árið 1995 greindist fyrsta sýkingin af völdum K. kingae hér á landi og í kjölfarið greindust fimm tilfelli á rúmu einu ári og eitt tilfelli fjórum árum síðar. Öll tilfellin greindust á Barnaspítala Hringsins. Í þessari grein munum við lýsa tilfellunum og gera grein fyrir sýkingavaldinum

    One year follow-up of patients discharged from the emergency department with non-specific abdominal pain

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Objective: Non-specific abdominal pain (NSAP) is the most common diagnosis of patients presenting to emergency departments (ED) with abdominal pain. The aim of this retrospective study was to investigate how many NSAP patients were re-admitted within 1 year to the ED with abdominal pain. Material and methods: Included were all patients discharged with NSAP from adult EDs of Landspítali University Hospital (gynecology and pediatric EDs excluded), from January 1, 2005 to December 31, 2005. Hospital records for patients re-admitted within 12 months with abdominal pain were reviewed. Symptoms, pain location, blood tests and imaging results were registered, also the subsequent discharge diagnosis at re-admission. Results: Out of 62.116 patients attending the EDs in 2005, 1411 (2.3%) were diagnosed with NSAP. During 12 months, 112 of these 1411 patients (7.9%) were re-admitted to the ED with abdominal pain, most of them ≥2 times. Out of 112 patients, 27 (24.1%) were discharged with a more specific diagnosis; cholelithiasis (29.6%), appendicitis (18.5%) and gastrointestinal cancer (7.4%) being the most common diagnosis. The other 85 (76%) patients were diagnosed with NSAP again. Surgery was performed in 17 of the 27 (63%) cases and 8 received specific treatment, most often antibiotics. Conclusion: Almost 8% of discharged NSAP patients were re-admitted within a year for abdominal pain. At re-admission, one of four patients received a more specific diagnosis, most often cholelithiasis or appendicitis. Our results suggest that the diagnosis of patients with NSAP, at the first visit to the ED, could be improved.Tilgangur: Óútskýrðir kviðverkir er algengasta greining sjúklinga sem leita á bráðamóttöku vegna kviðverkja. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna afdrif þessara sjúklinga ári eftir útskrift af bráðamóttöku. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem útskrifaðir voru með óútskýrða kviðverki af bráðamóttökum Landspítala í Foss-vogi og við Hringbraut, 1. janúar til 31. desember 2005. Ekki voru teknir með sjúklingar á bráðamóttöku kvenna- eða barnadeildar. Skoðaðar voru sjúkraskrár sjúklinga sem leituðu aftur á bráðamóttöku vegna kviðverkja næstu 12 mánuði og skráð einkenni, staðsetning verkja, rannsóknaniðurstöður og útskriftargreining við endurkomu. Niðurstöður: Alls leituðu 62.116 sjúklingar á bráðamóttökur Landspítala árið 2005 og voru 1411 (2,3%) þeirra útskrifaðir með greininguna óútskýrðir kviðverkir. Á næstu 12 mánuðum leituðu 112 (7,9%) sjúklingar aftur á bráðmóttöku vegna kviðverkja, flestir tvisvar eða oftar. Við endurkomu fengu 27 (24,1%) af 112 sértæka greiningu, en 85 voru útskrifaðir aftur með óútskýrða kviðverki. Gallsteinar greindust hjá 8 (29,6%), botnlangabólga hjá 5 (18,5%) og krabbamein hjá tveimur (7,4%) sjúklingum. Skurðaðgerð var framkvæmd hjá 17 sjúklinganna (63%) við endurkomu. Ályktun: Tæp 8% sjúklinga með óútskýrða kviðverki leituðu aftur á bráðamóttöku innan árs vegna kviðverkja. Um fjórðungur fékk sértæka greiningu við endurkomu sem leiddi til skurðaðgerðar í rúmlega helmingi tilfella, oftast vegna gallsteinavandamála eða botnlangabólgu. Niðurstöður benda til að bæta megi greiningu sjúklinga með kviðverki þegar þeir koma fyrst á bráðamóttöku

    Emphysematous Pancreatitis. A case report

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSjúkratilfelli Fimmtíu ára gamall karlmaður var lagður inn á Landspítala Hringbraut með átta tíma sögu um kviðverki, ógleði og uppköst sem fóru stöðugt versnandi. Sjúklingur var með þekkta sykursýki, kransæðastíflu, háþrýsting, of hátt kólesteról og blóðtappa í heila með minnkuðum krafti í vinstri hendi. Það var engin saga um aðgerðir á kvið, áfengismisnotkun eða gallsteinasjúkdóm. Við innlögn hafði sjúklingur slæma kviðverki sem leiddu aftur í bak, ógleði og uppköst. Við skoðun var hitinn 38,3°C, blóðþrýstingur 175/100mm Hg og púls 85 slög/mín. Kviður var þaninn, aumur og vöðvavörn var til staðar í efri hluta. Garnahljóð voru eðlileg

    Acute pancreatitis. Prospective study of incidence, aetiology, severity, and mortality in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To evaluate the aetiology, severity and mortality of patients with acute pancreatitis at Landspítali - University Hospital (LSH) and to estimate the incidence in Iceland. Material and methods: A prospective study of all patients diagnosed with acute pancreatitis LSH during the one-year period October 1998 - September 1999 inclusive. The main outcome measures were APACHE II, Ranson, and Imrie scores, and C-reactive protein (CRP) concentrations. The Balthazar - Ranson criteria were used for scoring of computed tomograms (CT). Results: Twenty seven of the 50 patients were male. The median age of the whole series was 60 years (range 19-85). The estimated incidence was 32/100000 for the first attack of acute pancreatitis. The causes were; gallstones 42%, alcohol 32%, miscellaneous 24%, and idiopathic 2%. Thirty three percentage of the patients had APACHE II scores 9, 38% had Ranson scores of 3, 50% had Imrie scores of 3, and 34% had CRP concentrations >210 mg/L during the first 4 days or >120 mg/L during the first week. Seven patients had severe pancreatitis. Two patients in the whole group died, and both had clinically severe pancreatitis. Conclusions: Incidence and aetiology of acute pancreatitis in Iceland is in concordance to that described in other studies. Prospective assessment makes it possible to evaluate the aetiological factors more accurately. Measurement of the CRP concentration is an attractive and simple alternative to the severity scoring systems currently in use

    Elective splenectomy at Landspitali University Hospital 1993-2004 : efficacy and long-term outcome

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Objective: To evaluate the long-term outcome of elective splenectomy, with emphasis on the incidence of complications, vaccine immunization and patient´s knowledge about asplenia. Material and methods: Medical reports of all patients, who underwent elective splenectomy during the time period of 1993-2004, were reviewed. Questionnaire was sent to 96% (44/46) patients alive. Results: The average age was 50 (8-83) years. Thirty-five patients were male and 32 were female. Eighty percent responded to the questionnaire. Most of the patients (31) had idiopathic thrombocytopenic purpura (ITP). Complete response was obtained in 60% (18/30) and partial response in 23% (7/30). Five patients had spherocytosis and all of them had complete response. None of the three patients with autoimmune hemolytic anemia had any response to the splenectomy. Patients were vaccinated against pneumococci in 92% of the cases. In 44% of the cases revaccination was done. Only 41% of those who answered experienced that they had got a good education about the consequences of asplenia. Sixteen percent of the patients (10/64) had major postoperative complications. One patient with metastatic cancer and thrombocytopenia died within 30 days of surgery. Five patients had long-term complications. Two had pneumococcal sepsis, one of them was unvaccinated and the other had not been revaccinated. Conclusion: Splenectomy has a good long-term outcome for spherocytosis and ITP patients. The incidence of complications is high. It is possible that better guidelines and better patient´s education can lower the complication rate and improve the outcome.Tilgangur: Meta árangur valmiltistöku í meðferð blóðsjúkdóma. Meta tíðni fylgikvilla og kanna hvernig fræðslu og bólusetningum er háttað. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár þeirra 67 sjúklinga sem gengust undir valmiltistöku á árunum 1993-2004. Spurningalistar voru sendir til 96% (44/46) núlifandi sjúklinga, tveir fengu ekki spurningalista vegna búsetu erlendis. Niðurstöður: Meðalaldur við aðgerð var 50 (8-83) ár. Karlar voru 35 og konur 32. Svörun spurningalista var 80%. Flestir sjúklinganna (31) voru með sjálfvakta blóðflögufæð (idiopathic thrombocytopenic purpura). Sextíu prósent þeirra fengu fullan bata og 23% nokkurn bata. Fimm sjúklingar voru með hnattrauðkornablóðleysi (spherocytosis) og skilaði miltistaka fullum árangri hjá þeim öllum. Þrír sjúklingar voru með sjálfnæmisblóðleysi (autoimmune hemolytic anemia) en enginn þeirra hlaut bata. Bólusett var gegn pneumókokkum í 92% tilvika. Endurbólusetning fór fram hjá 44%. Einungis 41% töldu sig hafa fengið góða fræðslu um fylgikvilla miltisleysis. Alvarlegir bráðir fylgikvillar komu fram hjá 16% (10/64) sjúklinga. Einn sjúklingur með útbreitt krabbamein og blóðflögufæð lést innan 30 daga eftir aðgerð. Fimm sjúklingar fengu síðkomna fylgikvilla. Tveir fengu pneumókokkasýklasótt, annar var ekki bólusettur og hinn hafði ekki fengið endurbólusetningu á tilskildum tíma. Ályktun: Miltistaka skilar góðum langtímaárangri hjá sjúklingum með blóðdílasótt og hnattrauðkornakvilla. Tíðni fylgikvilla er há. Vinnureglur um undirbúning, bólusetningar, eftirfylgd og fræðslu sjúklinga gætu fækkað fylgikvillum og bætt útkomu

    Gallstone disease during pregnancy at Landspitali University Hospital 1990-2010

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Gallblöðrutaka um kviðsjá er talin örugg aðgerð á meðgöngu, óháð meðgöngulengd. Ekki er vitað hver kjörmeðferð er við gallsteinasjúkdómum hjá þunguðum konum. Talið hefur verið að meðferð án aðgerðar skili bestum árangri á fyrsta og þriðja þriðjungi meðgöngu en skurðmeðferð sé öruggust á öðrum þriðjungi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni, orsakir, greiningu og árangur gallblöðrutöku hjá þunguðum konum á Landspítala á tímabilinu 1990-2010. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra kvenna er lögðust inn á Landspítala með gallsteinasjúkdóm meðan á þungun stóð og allt að 6 vikum eftir fæðingu. Skráðar voru meðal annars upplýsingar um aldur, einkenni, vefjagreiningu og þyngdarstuðul ásamt ASA-flokkun og fylgikvillum aðgerða hjá þeim konum sem gengust undir gallblöðrutöku á tímabili rannsóknarinnar. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru 77 konur lagðar inn með gallsteinasjúkdóma í samtals 139 innlögnum og nýgengi því 0,09%. Gallsteinagreiningar voru gallkveisa (n=59), brisbólga (n=1), gallgangasteinar (n=10) og bráð gallblöðrubólga (n=7). Algengasta ástæða innlagnar var verkur í efri hægri fjórðungi kviðar (n=63). Fylgikvillar gallsteinasjúkdóma tengdir meðgöngu voru fyrirburafæðingar (n=2). Fimmtán konur gengust undir aðgerð á meðgöngu og 17 á 6 vikna tímabili eftir fæðingu en fylgikvillar aðgerða voru helst steinar í gallgangi (n=2). Meðal þyngdarstuðull sjúklinga var 31,1 og algengasta ASA-flokkun var 1 (bil: 1-3). Flest vefjasvör sýndu langvinna bólgu (n=24) og bráða bólgu (n=5) í gallblöðru. Ályktun: Gallsteinasjúkdómar þungaðra kvenna eru fátíðir, hafa í för með sér endurteknar innlagnir en tíðni fylgikvilla er lág. Gallblöðrutaka með kviðsjá hjá þunguðum konum á Landspítala er örugg aðgerð, sem er í samræmi við erlendar niðurstöður.Introduction: Gallstone disease in pregnant patients and their management in Iceland has not been studied. Management of these patients changed after the introduction of laparoscopic cholecystectomy. The aim of this study was to investigate the incidence, symptoms, diagnostic methods and management of gallstone disease during pregnancy at the National University Hospital of Iceland during the years 1990-2010. Material and methods: This was a retrospective study and included all pregnant women admitted with gallstone diseases to the National University Hospital of Iceland which is the only tertiary hospital in Iceland. Information regarding age, symptoms and diagnostic methods for all women with gallstone disease along with BMI, ASA scores, pathology results and pregnancy related outcomes for women who underwent cholecystectomy were gathered. Results: During the twenty year time period 77 women were admitted with gallstone disease in 139 admissions which makes incidence 0,1% amongst pregnant women. Diagnoses incuded biliary colic (n=59), common bile duct stones (n=10), acute cholecystitis (n=7) and gallstone pancreatitis (n=1). The most common symptom was RUQ pain (n=63). Two preterm births were a direct consequence of gallstone disease. Fifteen women underwent cholecystectomy during pregnancy and 17 during the six week period after birth. Mean BMI was 31,1 and median ASA score was 1. Pathology reports showed chronic inflammation (n=24) and acute inflammation (n=5), one case included gallstones without inflammation Adverse outcomes of surgeries were two cases of gallstones left in the common bile duct. No stillbirths or preterm births resulted from cholecystectomies during pregnancy. Conclusion: Gallstone disease during pregnancy is rare and readmissions are frequent. Pregnancy related complications are rare. Laparoscopic cholecystectomy is safe during pregnancy
    corecore