1,763 research outputs found

    Dentin hypersensitivity : a survey among Icelandic dentists and dental hygienists

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Introduction: Dentin hypersensitivity (DH) is a well described pathogenesis. Treatment options are many and different, but problematic with uncertain prognosis. The purpose of the study was to examine a number of conditions regarding dental hypersensitivity amongst dentists and dental hygienists in Iceland. Material and Methods: A structured questionnaire on dentin hypersensitivity were used in the survey. Twenty questions (YouGov Zapera A/S) were developed and sent on the Internet (CAWI) and the respondents were dentists and dental hygienists in total of 40. Conclusion: The overall conclusion is that DH might be a major problem, especially among women aged 30-50 years. Most common teeth described with DH were upper premolars and molars followed by lower front teeth and molars. Teeth with gingival recession were most likely to develop DH. The confidence of the dentists and dental hygenists in the effect of the treatments is moderate to strong.Inngangur: Viðkvæmni eða ofurnæmi í tannbeini (OT) er vandamál sem tannlæknar þekkja vel og erfitt er að meðhöndla. Þegar tannbein verður berskjaldað í munnholi (einkum við tannhálsa) getur erting af ýmsum toga (varmi, flæðispenna, snerting) valdið sársauka eða stundarverk þegar vökvi flæðir gegnum tannbeinspíplurnar (hydrodynamic theory). Margar meðferðir hafa verið reyndar til að minnka eða stöðva þessa viðkvæmni (tannkrem, CO2 laser irradiation, bindiefni, antibacterial lyf, flúorskol og lökk, calcium phosphate, potassium nitrate, oxalates). Tilgangur þessarar könnunar var að fá upplýsingar um ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum tannlækna og tannfræðinga á Íslandi. Efni og aðferðir: Rafræn könnun með 21 spurningum (YouGov Zapera A/S) var send til tannlækna og – fræðinga á Íslandi í ágúst og september 2009. Alls svöruðu 40 (38 tannlæknar og 2 tannfræðingar). Könnunin miðaði að því að athuga atriði er tengjast ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum sem koma á tannlæknastofur. Niðurstöður: Ofurnæmi í tannbeini var oftar skráð hjá konum (60%) en körlum (3%). Algengustu aldurskeið skráð með ofurnæmi voru 30-39 ára (33%), 40-49 ára (25%) og 20-29 ára (18%). Algengustu tennur með ofurnæmi voru efrigóms forjaxlar og jaxlar, því næst neðrigóms framtennur og jaxlar og að endingu efri góms framtennur. Tennur með tannholdshörfun voru oftast skráðar með viðkvæmni (68%), þar á eftir fylltar tennur (13%) og tennur með erosionum (13%). Tennur eftir periomeðferð voru skráðar í fyrsta sæti 8% tilfella

    Dentin hypersensitivity. A survey among Icelandic dentists and dental hygienists

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Viðkvæmni eða ofurnæmi í tannbeini (OT) er vandamál sem tannlæknar þekkja vel og erfitt er að meðhöndla. Þegar tannbein verður berskjaldað í munnholi (einkum við tannhálsa) getur erting af ýmsum toga (varmi, flæðispenna, snerting) valdið sársauka eða stundarverk þegar vökvi flæðir gegnum tannbeinspíplurnar (hydrodynamic theory). Margar meðferðir hafa verið reyndar til að minnka eða stöðva þessa viðkvæmni (tannkrem, CO2 laser irradiation, bindiefni, antibacterial lyf, flúorskol og lökk, calcium phosphate, potassium nitrate, oxalates). Tilgangur þessarar könnunar var að fá upplýsingar um ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum tannlækna og tannfræðinga á Íslandi. Efni og aðferðir: Rafræn könnun með 21 spurningum (YouGov Zapera A/S) var send til tannlækna og – fræðinga á Íslandi í ágúst og september 2009. Alls svöruðu 40 (38 tannlæknar og 2 tannfræðingar). Könnunin miðaði að því að athuga atriði er tengjast ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum sem koma á tannlæknastofur. Niðurstöður: Ofurnæmi í tannbeini var oftar skráð hjá konum (60%) en körlum (3%). Algengustu aldurskeið skráð með ofurnæmi voru 30-39 ára (33%), 40-49 ára (25%) og 20-29 ára (18%). Algengustu tennur með ofurnæmi voru efrigóms forjaxlar og jaxlar, því næst neðrigóms framtennur og jaxlar og að endingu efri góms framtennur. Tennur með tannholdshörfun voru oftast skráðar með viðkvæmni (68%), þar á eftir fylltar tennur (13%) og tennur með erosionum (13%). Tennur eftir periomeðferð voru skráðar í fyrsta sæti 8% tilfella. -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Introduction: Dentin hypersensitivity (DH) is a well described pathogenesis. Treatment options are many and different, but problematic with uncertain prognosis. The purpose of the study was to examine a number of conditions regarding dental hypersensitivity amongst dentists and dental hygienists in Iceland. Material and Methods: A structured questionnaire on dentin hypersensitivity were used in the survey. Twenty questions (YouGov Zapera A/S) were developed and sent on the Internet (CAWI) and the respondents were dentists and dental hygienists in total of 40. Conclusion: The overall conclusion is that DH might be a major problem, especially among women aged 30-50 years. Most common teeth described with DH were upper premolars and molars followed by lower front teeth and molars. Teeth with gingival recession were most likely to develop DH. The confidence of the dentists and dental hygenists in the effect of the treatments is moderate to strong

    Kinematic support using elastic elements

    Get PDF
    The design of kinematic supports using elastic elements is reviewed. The two standard methods (cone, Vee and flat and three Vees) are presented and a design example involving a machine tool metrology bench is given. Design goals included thousandfold strain attenuation in the bench relative to the base when the base strains due to temperature variations and shifting loads. Space applications are also considered

    Blæðing eftir fæðingu getur orðið lífshættuleg: um alþjóðlegt frumkvæði FIGO og ICM til að koma í veg fyrir asablæðingu eftir burð

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÞrátt fyrir framfarir í fæðingafræðum lækna (e. obstetrics) og ljósmæðrafræðum (e. midwifery) deyja árlega um 530.000 konur í heiminum vegna fylgikvilla þungunar (ein á hverri mínútu) og 10-15 sinnum fleiri lifa með fylgikvilla og skelfilega reynslu vegna meðgöngu og fæðingaslysa. Sem betur fer er mæðradauði sjaldgæfur á Íslandi eins og annars staðar í þróuðum ríkjum og slys fá, en verða engu að síður, oftast með nær engum eða stuttum fyrirboða og þrátt fyrir góða aðgæslu. Tækniframfarir nútímans og góður aðgangur að bestu fagþekkingu og aðstæðum á vel búnum sjúkra­stofnunum bjargar lífi kvenna, þó fórnar­kostn­aður geti verið í líkamlegum og andlegum eftirköstum. Meðgöngueitrun, fæðingakrampar, lifrarbilun, fylgjulos, utanlegþykkt og blóðsýking (sepsis) geta og hafa orðið konum hættulegar, en það eru ekki síst miklar blæðingar eftir fæðingu sem verða enn að teljast lífshættulegar og geta stundum leitt til þess að fjarlægja verður leg úr ungri konu á miðjum barneignaaldri. Fyrir því eru dæmi nú sem fyrr hér á landi. Alls látast um 200.000 konur á ári í heiminum úr asablæðingum í eða strax í kjölfar fæðingar (primary postpartum hemorrhage, það er að segja á fyrstu 24 klukkustundunum eftir fæðingu), ein á 2-3 mínútna fresti og langflestar í þróunarlöndum. Blæðing eftir fæð­ingu (primary postpartum hemorrhage) er skilgreind sem blæðing >500 ml og er talin alvarleg ef blæðing fer yfir 1000 ml

    Changes in treatment and cost of benign prostatic hyperplasia in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: During the last eight years there has been a dramatic change in the treatment of patients with benign prostatic hyperplasia (BPH) in Iceland. The number of transurethral resection of the prostate (TURP) has decreased while at the same time there has been a growing tendency to treat patients with a1-blockers and finasteride. The purpose of this study was to obtain statistical information regarding these changes and to estimate alterations in the cost of the BPH treatment. Possible changes in indications for TURP were also looked at. Material and methods: Information on the number of patients who underwent surgery since 1984 was gathered from Icelandic hospitals. Information on the use and cost of medical treatment was obtained from the Icelandic Social Security. Medical records of 587 men who underwent surgery in the years 1988-1989 and 1998-1999 were reviewed. Results: Since 1992 the number of TURP operations per year has dropped from its peak of about 560 to around 270 in 1999. This is more than a 50% reduction in eight years. The number of patients being treated for BPH has multiplied since the introduction of drugs and the total cost of BPH treatment has doubled since 1984. There was a trend but not a significant change in indications for TURP when the two periods were compared. Conclusions: Increasing number of Icelandic men with BPH are now recieving treatment although the number of TURP operations has decreased. The total cost of treatment has doubled since 1984, mainly attributed to the advent of medical treatment.Inngangur: Á síðasta ártaugi hefur brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás (transurethral resection of the prostate, TURP) fækkað verulega, á sama tíma og meðferð með lyfjum af gerð a1-viðtækjablokkara og 5-a redúktasablokkara, hefur aukist mikið við meðferð góðkynja hvekksstækkunar (benign prostatic hyperplasia, BPH). Markmið rannsóknarinnar var að taka saman tíðnitölur og meta kostnað varðandi ofangreindar breytingar á meðferð við góðkynja hvekksstækkun. Einnig var athugað hvort ábendingar fyrir brottnámi á hvekk um þvagrás hefðu breyst á undanförnum árum. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um fjölda sjúklinga, sem fóru í brottnámsaðgerð á hvekk um þvagrás, voru fengnar frá sjúkrahúsunum ásamt Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og upplýsingar um lyfjanotkun frá Tryggingastofnun ríkisins. Kostnaðartölur aðgerða voru fengnar frá Noregi. Sjúkraskrár frá Landakotsspítala og Borgarspítala á tímabilinu 1988-1989 og Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1998-1999 voru yfirfarnar og ábendingar fyrir aðgerðum á hvoru tímabili fyrir sig bornar saman. Niðurstöður: Fjöldi aðgerða náði hámarki árið 1992 þegar þær voru rúmlega 560 talsins en síðan hefur þeim fækkað árlega og voru liðlega 270 árið 1999 en það er um það bil helmings fækkun á átta árum. Fjöldi þeirra einstaklinga sem fær einhvers konar meðferð hefur margfaldast eftir tilkomu lyfjameðferðar og heildarkostnaður meðferðar vegna góðkynja hvekksstækkunar hefur nánast tvöfaldast frá 1984. Ekki var sýnt fram á marktæka breytingu ábendinga fyrir brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás á tímabilunum tveimur. Umræða: Í kjölfar mikilla breytinga á meðferð við góðkynja hvekksstækkun, þar sem fjöldi þeirra einstaklinga sem fær meðferð hefur aukist mikið, hefur heildarkostnaður nánast tvöfaldast frá 1984 þrátt fyrir að brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás hafi fækkað. Mikil aukning lyfjameðferðar hefur því haft í för með sér þá kostnaðaraukningu sem sést hefur undanfarin ár

    Undirbúningur fyrir uppbyggingu á rótfylltum tönnum

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFátt er það í okkar fræðum sem kallar meira á yfirsýn tannlæknis, menntun hans og reynslu en uppbygging rótfylltra tanna. Margt getur farið úrskeiðis; stifti losna, rætur springa og rótfyllingar klikka. Tannskurður til undirbúnings stiftisísetninu getur verið of stuttur, of langur, eða of róttækur (perforation). Í eina tíð var talið að tannbein í rótfylltum tönnum væri brothættara vegna vatnsskorts (1) og minni krossbindingu kollagens (2). Nýrri rannsóknir benda þó alls ekki til þess (3,4). Tap á tannvef vegna trauma, tannátu og tannskurðar virðast vera sökudólgarnir á hærri tíðni á tannbrotum í rótfylltum tönnum miðað við venjulegar (vital) tennur (5). Þannig ætti varðveisla tannvefs að vera efst í huga tannlækna við meðhöndlun rótfylltra tanna. Rétt er að hafa í huga að aðaltilgangur rótarstiftis er ekki styrking tannar (hugsanlega eru trefjastifti þar undantekning) heldur sem festa (retention) fyrir kjarnan (core). Í þessum greinarstúf er megináherslan lögð á hvað beri að varast við uppbyggingu rótfylltra tanna og fjallað um helstu úrræði og rannsóknir er lúta að öruggari og áreiðanlegri uppbyggingu

    Pelvic floor muscle training with and without functional electrical stimulation as treatment for stress urinary incontinence

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: Twelve to 55% of women experience stress urinary incontinence at some time during their lifetime. OBJECTIVE: To compare the effectiveness of pelvic floor muscle training with and without electrical stimulation in treatment of stress urinary incontinence. MATERIAL AND METHODS: Participants were 24 women, 27-73 years of age, diagnosed with stress urinary incontinence. Exclusion criteria were pregnancy and urge urinary incontinence. These participants were randomly divided into group 1 and 2. Both groups trained 15 min. twice a day for 9 weeks. Group 2 used simultaneously intermittent electrical stimulation. The pelvic floor muscles were evaluated using the Oxford scale, vaginal palpation, and by electromyogram, (Myomed 930, Enraf Nonius). The quantity and frequency of urinary incontinence episodes was evaluated using a questionnaire and a VAS scale before and after the treatment. RESULTS: The groups were demographically similar, except group 2 was significantly younger. Both groups had significantly increased pelvic floor muscle strength (p=0.007; p=0.005 respectively) after the treatment and 70% of all the women had reduced or no stress urinary incontinence. Group 2 had significantly (p=0.013) better relaxation post treatment. CONCLUSION: Pelvic floor muscle training is an effective treatment for stress urinary incontinence, but electrical stimulation gave no additional effect for this patient group. The significantly lower relaxation threshold in group 2 indicates that electrical stimulation could be a possible treatment for symptoms caused by hypertensive pelvic floor muscles.Inngangur: Tólf til 55% kvenna finna fyrir þvagleka einhvern tímann á ævinni og því mikilvægt að sýna fram á árangursríka meðferð við honum. Markmið: Að bera saman árangur grindarbotnsþjálfunar með og án raförvunar sem meðferð við áreynsluþvagleka. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 24 konur, 27-73 ára, sem greindar voru með áreynsluþvagleka. Útilokaðar voru barnshafandi og konur með bráðaþvagleka. Þátttakendum var skipt með slembivali í hóp 1 sem stundaði grindarbotnsþjálfun og hóp 2 sem notaði raförvun að auki. Styrkur og úthald grindarbotnsvöðva var metinn á Oxford-kvarða með þreifingu og vöðvarafriti (Myomed 930 Enraf Nonius). Konurnar svöruðu sannreyndum spurningalista fyrir og eftir meðferð um magn þvaglekans. Þær mátu einnig þvaglekann samkvæmt kvarða fyrir og eftir meðferð. Meðferð: Konur í báðum hópum æfðu tvisvar á dag, 15 mínútur í senn í 9 vikur. Konur í hópi 2 notuðu auk þess samtímis rofna raförvun á grindarbotnsvöðva um leggöng. Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir í upphafi nema konur í hópi 2 voru marktækt yngri. Styrkur grindarbotnsvöðva jókst marktækt (Hópur 1: p=0,007; Hópur 2: p=0,005) og þvagleki varð marktækt minni en fyrir þjálfun (p=0,008) eða horfinn hjá 70% kvennanna. Hópur 2 hafði auk þess marktækt meiri slökun (p=0,013). Munur á árangri milli hópanna var hvergi marktækur. Ályktanir: Grindarbotnsþjálfun er árangursrík bæði með og án raförvunar en raförvun til viðbótar grindarbotnsþjálfun bætir ekki árangur meðferðar við áreynsluþvagleka hjá þessum sjúklingahópi. Þar sem slökun var meiri hjá hópi 2 gæti raförvun verið valkostur í meðferð þar sem yfirspenna í grindarbotni veldur einkennum
    corecore